Framkvæmd fjárlaga 2016

(1603034)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
14.09.2016 81. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2016
Til fundar við nefndina komu Ólafur Darri Andrason, Dagný Brynjólfsdóttir, Hlynur Hreinsson og Unnur Ágústsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Þau ræddu um þann hluta af framkvæmd fjárlaga sem er á verksviði ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
22.08.2016 75. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2016 - uppgjör janúar-júní.
Til fundar við nefndina komu Viðar Helgason, Kristinn Hjörtur Jónasson og Steinunn Sigvaldadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau fóru yfir framkvæmd fjárlaga fyrstu 6 mánuði ársins og lögðu fram minnisblað dags. 22.08.2016 þar sem fram koma skýringar á helstu frávikum. Auk þess svöruðu þau spurningum frá nefndarmönnum.
13.04.2016 51. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2016
Frá Rúv komu Magnús Geir Þórðarson, Guðlaugur G. Sverrisson, Margrét Magnúsdóttir og Anna B. Sigurðardóttir. Þau lögðu fram kynningu á starfsemi Rúv á árinu 2015, fóru yfir fjármál fyrirtækisins og kynntu áætlanir og horfur í starfsemi þess. Þá svöruðu þau spurningum nefndarmanna.
13.04.2016 51. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2016
Til fundar við nefndina komu Björn Hauksson og Elín Árnadóttir frá Isavía. Þau lögðu fram ársskýrslu Isavía fyrir rekstrarárið 2015 og kynningu á starfsemi liðins árs. Auk þess fjölluðu þau um þau verkefni og áherslur sem eru framundan í starfsemi fyrirtækisins og svöruðu spurningum frá nefndarmönnum.
16.03.2016 50. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2016
Til fundarins kom Guðrún Gísladóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og fór yfir áhættuþætti hjá ráðuneytinu við framkvæmd fjárlaga á árinu. Hún lagði fram yfirlit yfir úthlutanir úr tækniþróunarsjóði 2015, yfirlit yfir skuldbindingar hjá Átaki til atvinnusköpunar, yfirlit yfir AVS úthlutanir 2015 og markmið skrifstofu fjárlaga, innri þjónustu og rekstrar ráðuneytisins 2016. Þá svaraði hún spurningum nefndarmanna.
09.03.2016 48. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2016
Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu komu til fundar við nefndina Gísli Magnússon, Auður Árnadóttir og Helgi Kristjánsson og fjölluðu um áhættumat í rekstri ráðuneytisins og stofnana þess. Þau lögðu fram minnisblað og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu komu Sigríður Auður Arnardóttir og Stefán Guðmundsson. Þau lögðu fram drög að greinargerð með rekstraráætlun sem er hluti af vinnuskjölum ráðuneytisins við eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Þá fóru þau yfir veikleikamat í rekstri ráðuneytisins og stofnana þess og svöruðu spurningum nefndarmanna.
08.03.2016 47. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2016
Til fundar við nefndina komu frá velferðarráðuneytinu
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Ólafur Darri Andrason, Dagný Brynjólfsdóttir, Sturlaugur Tómasson, Hlynur Hreinsson, Unnur Ágústsdóttir og Margrét Björk Svavarsdóttir. Ráðherra gerði grein fyrir nýju fjármögnunarkerfi heilsugæslunnar og lagði fram kynningarefni. Hann vék síðan af fundi en fulltrúar ráðuneytisins fóru yfir veikleika í framkvæmd fjárlaga ársins. Þeir lögðu fram kynningarefni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fundinn frá innanríkisráðuneytinu Ragnhildur Hjaltadóttir og Pétur Fenger. Þau fóru yfir veikleikamat við framkvæmd fjárlaga og svöruðu spurningum nefndarmanna.
07.03.2016 46. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2016
Til fundar við nefndin komu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu Sigurður Helgason og Viðar Helgason. Þeir fóru yfir drög að veikleikamati ráðuneytisins vegna framkvæmdar fjárlaga 2016 en formlegt mat verður afhent fjárlaganefnd um leið og það verður tilbúið. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.
Frá Ríkisendurskoðun kom Jón Loftur Björnsson kl. 10:55. Jón lagði fram minnisblað Ríkisendurskoðunar dagsett 7. mars 2016 um skil og afgreiðslu á rekstraráætlunum stofnana vegna rekstrarársins 2016. Jón fjallaði um veikleikamat og rekstur ríkisstofnana á árinu 2016 og svaraði spurningum nefndarmanna.